Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. nóvember 2018 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Íslendingarnir stálu senunni
Valencia upp fyrir Man Utd
Arnór skoraði en það dugði ekki til.
Arnór skoraði en það dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Hörður fékk að líta rauða spjaldið.
Hörður fékk að líta rauða spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Santi Mina skoraði tvö af mörkum Valencia.
Santi Mina skoraði tvö af mörkum Valencia.
Mynd: Getty Images
Íslendingarnir í CSKA Moskvu voru senuþjófar þegar liðið tapaði fyrri Roma í Meistaradeildinni í kvöld.

Roma komst yfir á fjórðu mínútu þegar gríski varnarmaðurinn Kostas Manolas skoraði. Staðan var 1-0 í hálfleik en í upphafi seinni hálfleiks skoraði Skagamaðurinn efnilegi Arnór Sigurðsson. Þetta er fyrsta mark Arnór fyrir CSKA.

Arnór er þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogasyni.

Smelltu hér til að sjá markið hjá Arnóri.


Arnór jafnaði í 1-1 en Roma var ekki lengi að ná forystunni aftur. Lorenzo Pellegrini skoraði á 59. mínútu en stuttu áður hafði Hörður Björgvin Magnússon fengið að líta sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið.

CSKA náði ekki að svara manni færri og enduðu leikar 2-1 fyrir Roma. Arnór var tekinn af velli á 64. mínútu en hann og Hörður byrjuðu báðir leikinn fyrir rússneska liðið.

CSKA er í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig. Roma er með níu stig. Real Madrid og Viktoria Plzen mætast á eftir í þessum riðli.

Valencia upp fyrir Man Utd
Í hinum leiknum sem var að klárast fyrir stuttu lagði Valencia lið Young Boys frá Sviss að velli.

Santi Mina kom Valencia yfir á 14. mínútu en Roger Assale jafnaði fyrir gestina frá Sviss á 37. mínútu. Santi Mina sá til þess að staðan var 2-1 í hálfleik með öðru marki sínu á 42. mínútu.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Carlos Soler þriðja mark Valencia en það reyndist síðasta mark leiksins.

Valencia er komið upp fyrir Manchester United í H-riðlinum. Valencia er með fimm stig en United fjögur. Juventus er með níu stig. United og Juventus eigast við á Ítalíu á eftir.

G-riðill
CSKA 1 - 2 Roma
0-1 Kostas Manolas ('4 )
1-1 Arnor Sigurdsson ('50 )
1-2 Lorenzo Pellegrini ('59 )
Rautt spjald: Hordur Bjorgvin Magnusson, CSKA ('57)

H-riðill
Valencia 3 - 1 Young Boys
1-0 Santi Mina ('14 )
1-1 Roger Assale ('37 )
2-1 Santi Mina ('42 )
3-1 Carlos Soler ('56 )
Rautt spjald: Sekou Junior Sanogo, Young Boys ('77)

Sjá einnig:
Byrjunarliðin í leikjunum sem byrja klukkan 20.
Athugasemdir
banner
banner