mið 07. nóvember 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldinho í veseni - Með 800 krónur á bankareikningnum
Mynd: Getty Images
Ronaldinho, einn flinkasti fótboltamaður sem uppi hefur verið, er í vandræðum þessa daganna ef marka má frétt sem Marca birti.

Samkvæmt fréttinni hefur dómsstóll í Brasilíu tekið vegabréfið af þessum fyrrum leikmanni Barcelona og AC Milan. Vegabréfið var tekið af honum vegna ógreiddra skulda upp á 2 milljónir evra.

Ronaldinho skuldar þessar tvær milljónir evra en á víst bara sex evrur (rúmlega 800 íslenskar krónur) inn á bankareikning sínum.

Ronaldinho og bróðir hans voru sektaðir fyrir að byggja hús á stað þar sem ekki mátti byggja.

Eins og fótboltamenn á hæsta stigi gera þá þénaði Ronaldinho mikið á ferli sínum en hann lagði skóna á hilluna í janúar. Hann er enn í samstarfi við Nike og fær auglýsingatekjur frá fyrirtækinu. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Ronaldinho er með svona lítinn pening inn á banakreikningi sínum.

Ronaldinho hefur verið sendiherra hjá Barcelona frá því í fyrra en félagið hefur verið að reyna að fjarlæga sig frá honum. Ástæðan eru pólitískar skoðanir Ronaldinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner