mið 07. nóvember 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sakaður um að hafa fengið viljandi rautt spjald
Paredes er fyrrum leikmaður Boca Juniors.
Paredes er fyrrum leikmaður Boca Juniors.
Mynd: Getty Images
Argentíski miðjumaðurinn Leandro Paredes fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið þegar hann spilaði með Zenit St. Pétursborg gegn Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag.

Paredes var rekinn af velli á 82. mínútu en stuðningsmenn Zenit vilja meina að Paredes hafi viljandi látið reka sig af velli svo hann komist á leik Boca Juniors og River Plate.

Boca og River mætast í úrslitaleik Copa Libertadores en keppnin er Suður-Ameríkuútgáfan af Meistaradeild Evrópu. Liðin eru miklir erkifjendur og talað er um 'Superclasico' þegar þau mætast. Þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast í úrslitunum í þessari keppni.

Paredes er fyrrverandi leikmaður Boca en talað er um það í Rússlandi að Paredes hafi fengið rauða spjaldið viljandi svo hann komist á leik Boca og River, á heimavelli Boca, á laugardaginn.

Hann verður í banni í leik Zenit gegn Íslendingaliði CSKA Moskvu sem fer fram á laugardaginn og því gæti hann farið til Argentínu í staðinn.

Sjá einnig:
Hatrammasti grannaslagur heims í úrslitum Copa Libertadores



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner