Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. nóvember 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Túfa var næstum sparkað úr 7. flokki
Srdjan Tufegdzic.
Srdjan Tufegdzic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Srdjan Tufegdzic, nýráðinn þjálfari Grindvíkinga, er gestur vikunnar í hlaðvarpsþættinum Miðjunni. Þar ræðir hann meðal annars um það hvernig var að alast upp í Serbíu á tíunda áratugnum þegar stríð geisaði í nágrenninu.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni

„Þessi tími í Serbíu frá 1990-2000 var frekar erfiður. Maður þroskaðist mikið fyrr en venjulega og lærði fyrr en venjulega að berjast fyrir sjálfan sig og fjölskylduna," sagði Túfa í Miðjunni.

Foreldrar Túfa unnu myrkranna á milli fyrir fjölskylduna á þessum tíma og hann þurfti sjálfur að bera ábyrgð á öllu sem tengdist fótboltaæfingum sínum. Faðir Túfa hafði ekki tök á að horfa á leik með honum fyrr en hann var 16 ára gamall.

„Þetta var eins og litli herinn," sagði Túfa. „Það var strax samkeppni og í 7. flokki þurfti maður strax að berjast yfir því að vera í hópnum. Eftir mánuð voru 20 leikmenn valdir eftir mánuð og þeir fengu að halda áfram að æfa. Maður þurfti sjálfur að passa upp á æfingafatnað, æfingatíma og að mæta á réttum tíma."

„Ef maður klikkaði á einu litlu atriði þá tók einhver annað sætið þitt. Maður varð strax vanur því að berjast fyrir lífi sínu. Ef maður vildi vera góður í fótbolta þá þurfti maður að hafa allt á hreinu. Það var rosalega erfitt að komast inn og vera í liðinu. Þetta var eins og atvinnumennska fyrir tíu ára krakka."


Túfa segir að aginn hafi verið gífurlega mikill og hann nefndi sögu því til stuðnings.

„Einu sinni var ég veikur og kom ekki á æfingu þrjá daga í röð. Ég baðst afsökunar á hafa ekki mætt en þá var mér nánast sparkað út úr liðinu af því að ég lét ekki vita að ég væri veikur. Þú verður andlega sterkari fyrir vikið og ég held að þetta hafi hjálpað öllum þarna í lífinu sjálfu. Maður virðir litlu hlutina miklu meira en krakkar gera í dag," sagði Túfa.

Túfa kom til Íslands árið 2006 en hann lagði skóna á hilluna vegna meiðsla árið 2012, þá 32 ára gamall. Í kjölfarið varð hann aðstoðarþjálfari og síðar þjálfari KA. Hann tók síðan við Grindavík í haust. Í Miðjunni ræðir hann uppvöxtinn í Serbíu og ferilinn í fótboltanum.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner