Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 07. nóvember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Van Bommel: Wembley er ömurlegur
Van Bommel grínast í Mauricio Pochettino.
Van Bommel grínast í Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Mark Van Bommel, þjálfari PSV Eindhoven, lét í sér heyra eftir 2-1 tap liðsins gegn Tottenham í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Van Bommel var allt annað en ánægður með grasið á Wembley í gær. NFL leikur fór fram á Wembley um þarsíðustu helgi og grasið er ekki í góðu ásigkomulagi í dag.

„Þetta er ömurlegt," sagði Van Bommel þegar hann var spurður út í grasið eftir leik.

„Við æfðum á vellinum fyrir leik og eftir eina mínútu stoppaði ég æfinguna og sagði strákunum að þeir yrðu að venjast þessum aðstæðum."

„Auðvitað vilja allir hafa góðan völl en hann er ekki góður og það þarf að taka því."

Athugasemdir
banner
banner