Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. nóvember 2018 06:00
Magnús Már Einarsson
Vorm þreyttur á bekkjarsetunni - Skoðar málin næsta sumar
Vorm hefur leikið 47 leiki með Tottenham frá því árið 2014.
Vorm hefur leikið 47 leiki með Tottenham frá því árið 2014.
Mynd: Getty Images
Michel Vorm, varamarkvörður Tottenham, er orðinn þreyttur á bekkjarsetunni og íhugar að fara frá félaginu næsta sumar.

Hinn 35 ára gamli Vorm kom til Tottenham frá Swansea árið 2014 en samningur hans rennur út næsta sumar.

Hugo Lloris hefur verið aðalmarkvörður undanfarin ár á meðan Vorm hefur barist við Paulo Gazzaniga um að vera markvörður númer tvö.

„Ég tel að ég eigi nokkur góð ár eftir. Samningur minn rennur út eftir tímabilið og við sjáum hvernig þetta fer," sagði Vorm.

„Núna þarf ég að passa mig upp á að halda mér heilum. Það er alltaf leiðinlegt að sitja á bekknum eða í stúkunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner