Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. nóvember 2018 09:14
Magnús Már Einarsson
Zlatan ætlar ekki til Evrópu á láni
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur útilokað að ganga til liðs við félag í Evrópu á láni í janúar.

Zlatan skoraði 22 mörk í 27 mörk á sínu fyrsta tímabili með LA Galaxy í MLS-deildinni en liðið er úr leik þar.

Í gegnum tíðina hafa leikmenn eins og David Beckham, Landon Donovan, Robbie Keane og Jermain Defoe farið til félaga í Evrópu á láni í janúar og fram að byrjun MLS-deildarinnar í lok mars.

„Ef ég tilheyri Galaxy þá er ég leikmaður Galaxy. Ég fer ekki erlendis fer á lán eða svoleiðis...ég þarf ekki á því að halda," sagði Zlatan.

„Ef ég tilheyri einu félagi þá verð ég áfram hjá einu félagi. Ég einbeiti mér að félaginu og gef því alla mína athygli."
Athugasemdir
banner
banner
banner