Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 07. nóvember 2024 16:36
Elvar Geir Magnússon
Ísland fer upp um flokk í Evrópu eins og staðan er núna
Karl Friðleifur skorar í leiknum í dag.
Karl Friðleifur skorar í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslensk félagslið halda áfram að hækka á styrkleikalista UEFA með góðum árangri Víkings í Sambandsdeildinni. Víkingur vann FK Borac 2-0 í dag.

Eins og staðan er núna er Ísland komið upp í 33. sæti og er á leið upp um flokk. Ísland er komið uppfyrir þjóðir eins og Kosóvó og Armeníu á listanum.

Ef Ísland endar á því að fara upp um flokk þá munu bikarmeistararnir á næsta ári fara í forkeppni Evrópudeildarinnar. Eitt af Sambandsdeildarsætunum þremur breytist semsagt í Evrópudeildarsæti. Það gefur aukið færi á því að komast lengra í Evrópu.

Víkingur á mikilvæga leiki framundan, meðal annars gegn Noah frá Armeníu en eins og áður segir þá er Ísland í baráttu við Armeníu um að komast upp um flokk.

Víkingur fékk rúmlega 60 milljónir íslenskra króna í kassann fyrir sigurinn gegn Cercle Brugge og fær aðrar 60 milljónir fyrir sigurinn gegn Borac. Vísir greinir frá því að samtals hafi Víkingur tryggt sér 750 milljónir.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac


Athugasemdir
banner
banner
banner