Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
   fim 07. nóvember 2024 14:27
Elvar Geir Magnússon
Mbappe ekki valinn í franska landsliðshópinn
Kylian Mbappe var ekki valinn í franska landsliðið.
Kylian Mbappe var ekki valinn í franska landsliðið.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe sóknarmaður Real Madrid var ekki valinn í franska landsliðshópinn sem mætir Ísrael og Ítalíu í Þjóðadeildinni í komandi glugga.

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka segist hafa tekið þessa ákvörðun að þessu sinni. Leikmaðurinn sjálfur hefði viljað vera með hópnum í þessu verkefni.

Mbappe hefur verið í basli síðan hann gekk í raðir Real Madrid frá Paris St-Germain í sumar og fengið mikla gagnrýni.

„Ég spjallaði við hann. Þessi ákvörðun tengist bara þessum tveimur leikjum. Kylian vildi koma," sagði Deschamps á fréttamannafundi.

Mbappe hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar og hefur ekki fengið að spila sína uppáhalds stöðu á vinstri vængnum þar sem Vinicius Junior á þá stöðu hjá Madrídingum. Mbappe hefur verið látinn spila sem 'nía' og ekki náð að aðlagast því.


Athugasemdir
banner
banner