Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 07. desember 2017 13:12
Elvar Geir Magnússon
Birkir Már kveður Hamm­ar­by á Instagram
Birkir hefur leikið 76 landsleiki fyrir Ísland.
Birkir hefur leikið 76 landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Birkir Már Sævarsson, bakvörðurinn áreiðanlegi í íslenska landsliðinu, er búinn að kveðja sænska félagið Hammarby.

„Ég hef átt þrjú virkilega góð ár hérna og hef notið þess að vera hérna. Ég mun sakna samherja minna," segir hann í færslu á Instagram.

„Nú tek­ur við ný áskor­un og von­andi sjá­umst við á HM í Rússlandi næsta sum­ar. Þar yrði gaman að fá að mæta Svíum í lokaleiknum."

Birkir er 33 ára og er sterklega orðaður við heimkomu í Val en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2007. Í samtali við mbl.is viðurkennir hann að hafa rætt við Hlíðarendafélagið en segir ekkert frágengið í sínum málum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner