Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. desember 2017 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Kaupmannahöfn vann úrslitaleik um að komast áfram
Mynd: Getty Images
Lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer fram í kvöld og er helmingi leikjanna lokið.

Það kom enginn Íslendingur við sögu, þar sem Viðar Örn Kjartansson var hvíldur í sigri Maccabi Tel Aviv gegn Villarreal á útivelli.

Nick Blackman gerði eina mark leiksins og jafnframt eina mark liðsins í keppninni. Viðar og félagar enda á botninum með 4 stig, en fyrsta stigið kom í heimaleiknum gegn Villarreal sem vann riðilinn án vandræða.

Kasakarnir í FC Astana komu þá á óvart og hirtu 2. sætið af Slavia Prag með sigri í Prag í kvöld.

Skenderbeu missti af gullnu tækifæri til að komast upp úr B-riðli þegar peyjarnir í Young Boys sáu við þeim.

Braga, sem sló FH út í undankeppninni, vann hálfgerðan dauðariðil þar sem Basaksehir og Hoffenheim voru send heim.

Sam Allardyce tefldi fram varaliði á útivelli gegn Apollon Limassol. Varamennirnir spiluðu vonum framar og unnu 3-0 sigur þar sem hinn tvítugi Ademola Lookman gerði tvennu. Þá vann Atalanta toppslaginn gegn Lyon.

Kaupmannahöfn komst uppúr F-riðli eftir úrslitaleik á heimavelli við Sheriff Tiraspol.

A-riðill
Villarreal 0 - 1 Maccabi Tel Aviv
0-1 Nick Blackman ('60 )

Slavia Prag 0 - 1 Astana
0-1 Marin Anicic ('38 )

B-riðill
Dynamo K. 4 - 1 Partizan
1-0 Mykola Morozyuk ('6 )
2-0 Junior Moraes ('28 )
3-0 Junior Moraes ('31 )
3-1 Marko Jevtovic ('45 , víti)
4-1 Junior Moraes ('77 , víti)

Young Boys 2 - 1 Skenderbeu
0-1 Enis Gavazaj ('51 )
1-1 Guillaume Hoarau ('55 )
2-1 Roger Assale ('90 )

C-riðill
Hoffenheim 1 - 1 Ludogorets
1-0 Philipp Ochs ('25 )
1-1 Wanderson ('62 )
Rautt spjald:Claudiu Keseru, Ludogorets ('83)

Istanbul Basaksehir 2 - 1 Braga
1-0 Edin Visca ('10 )
1-1 Raul Silva ('55 )
2-1 Emre Belozoglu ('77 , víti)

D-riðill
Austria V 0 - 0 AEK

Rijeka 2 - 0 Milan
1-0 Jakov Puljic ('7 )
2-0 Mario Gavranovic ('47 )

E-riðill
Atalanta 1 - 0 Lyon
1-0 Andrea Petagna ('10 )

Apollon Limassol 0 - 3 Everton
0-1 Ademola Lookman ('21 )
0-2 Ademola Lookman ('27 )
0-3 Nikola Vlasic ('87 )

F-riðill
Zlin 0 - 2 Lokomotiv
0-1 Anton Miranchuk ('70 )
0-2 Jefferson Farfan ('75 )
Rautt spjald:Zoran Gajic, Zlin ('58)

FC Kobenhavn 2 - 0 Sherif
1-0 Pieros Sotiriou ('56 )
2-0 Michael Luftner ('59 )
2-0 Ziguy Badibanga ('79 , Misnotað víti)
Rautt spjald:Jairo, Sherif ('70)
Athugasemdir
banner