Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 07. desember 2017 16:10
Elvar Geir Magnússon
Gylfi segir að Stóri Sam hafi strax haft jákvæð áhrif
Gylfi í leik með Everton.
Gylfi í leik með Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson segir að nýr knattspyrnustjóri Everton, Stóri Sam Allardyce, hafi gefið leikmannahópnum jákvætt spark.

Everton hefur unnið West Ham og Huddersfield síðan Stóri Sam var ráðinn fyrir átta dögum síðan.

Gylfi hrósar „beinskeyttum" leikstíl Stóra Sam.

„Við vitum hvað hann vill og hann útskýrir það virkilega vel. Hann hugsar vel um leikmenn til að fá það besta út úr þeim. Hann er mjög reynslumikill og ég tel að við græðum á því," segir Gylfi í viðtali við BBC.

Á sunnudaginn fær Stóri Sam risastórt próf þegar Everton mætir sóknarher Liverpool í grannaslag.

„Þú ert að tala við mann frá Íslandi, við í landsliðinu erum ólíklegra liðið í öllum leikjum. Ég veit það vel að allt er hægt," segir Gylfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner