Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. desember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd hafnar beiðni Man City um upptökur á Old Trafford
Heimildarmynd um Manchester City er í vinnslu.
Heimildarmynd um Manchester City er í vinnslu.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur hafnað beiðni Manchester City um að fá að taka upp í klefa sínum fyrir grannaslaginn á Old Trafford á sunnudag.

Manchester City er að búa til heimildarmynd sem verður sýnd á Amazon Prime á næsta ári en félagið fær tíu milljónir punda fyrir myndina.

Manchester United hefur hafnað beiðni frá City um að taka upp efni fyrir myndina í tengslum við grannaslaginn á sunnudag.

Forráðamenn United telja að erfitt sé að mynda pláss fyrir fleiri upptökuvélar og starfsfólk á þeim í kringum leikinn.

23 sjónvarpsstöðvar verða með sitt fólk á leiknum á sunnudag en leikurinn verður sýndur út um allan heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner