Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 07. desember 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Þeir sem veðjuðu á að Man City yrði meistari fá borgað út
Getur eitthvað lið stöðvað Manchester City?
Getur eitthvað lið stöðvað Manchester City?
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni er ekki hálfnuð en Paddy Power veðbankinn er þegar búinn að borga þeim út sem veðjuðu á að Manchester City yrði Englandsmeistari.

City hefur farið á kostum og er með átta stiga forystu þegar 15 af 38 umferðum er lokið. Liðið á erfiðan leik framundan gegn Manchester United á Old Trafford um næstu helgi.

Ef Jose Mourinho og hans menn vinna verður forysta City aðeins fimm stig.

En hjá Paddy Power eru menn svo sannfærðir um að City muni lyfta bikarnum í maí að búið er að borga þeim út sem veðjuðu á sigur þeirra ljósbláu - fimm mánuðum áður en tímabilinu lýkur.

„Við getum ekki séð nokkurt lið komast nálægt Pep Guardiola og félögum á þessu tímabili. Ef þú horfir framhjá ljósbláu skyrtunum, tómu sætunum og Manchester hreimnum þá er þetta eins og að horfa á Barcelona undir stjórn Guardiola," sagði talsmaður Paddy Power.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner