Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 07. desember 2017 21:00
Elvar Geir Magnússon
Ungir Víkingar keppa á þekktu móti í Þýskalandi - Bayern tekur þátt
Viktor Örlygur Andrason, 17 ára leikmaður Víkinga.
Viktor Örlygur Andrason, 17 ára leikmaður Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
2. flokkur Víkings Reykjavík mun taka þátt í þekktu móti sem kallast Mercedes-Benz Junior Cup og fer fram 5. og 6. janúar.

Þetta mót er fyrir U19 lið og hefur fest sig í sessi enda hafa margar stórstjörnur spilað á mótinu í gegnum árin. Mótið er sýnt beint í sjónvarpi.

Leikið er með hraðmótsfyrirkomulagi þar sem sex eru inni á vellinum hverju sinni.

Víkingarnir leika í A-riðli með Stuttgart, Hertha Berlín og Grasshopper frá Sviss. Í B-riðli leika Bayern München, Hoffenheim, Köln og Panathinaikos frá Grikklandi.

Manuel Neuer, Mesut Özil, Joshua Kimmich og Marcus Rashford eru meðal leikmanna sem hafa látið ljós sitt skína á mótinu.

Svo sannarlega spennandi verkefni framundan fyrir Víkingana ungu en liðið vann úrslitaleikinn í bikarkeppni 2, flokks gegn Fylki í sumar en var svo dæmdur ósigur vegna ólöglegs leikmanns.

Mótshaldarar eru ánægðir með að fá íslenskt lið til keppni en leikið verður í Stuttgart. Íslenskur fótbolti er svo sannarlega vinsæll um þessar mundir.


Athugasemdir
banner
banner
banner