Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. desember 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Ásgeir Sigurvins og Arnór spila í úrslitaleik Tommamótsins
Ásgeir Sigurvinsson.
Ásgeir Sigurvinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Guðjohnsen.
Arnór Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Mynd: .
Á sunnudag fer fram Tommadagurinn í Egilshöll en þar er um að ræða styrktardag fyrir Tómas Inga Tómasson. Tómas gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir um fjórum árum og hefur ekki náð sér síðan. Úrslitaleikur Tommamótsins fer fram klukkan 11:00 og mætast þar úrvalslið valin af Eyjólfi Sverrissyni og Rúnari Kristinssyni.

Liðin hafa fengið öflugan liðsstyrk en Ásgeir SIgurvinsson og Arnór Guðjohnsen, tveir af bestu fótboltamönnum í sögu Íslands, hafa ákveðið að spila.

Viðburðurinn á Facebook

„Það er með miklu stolti sem ég tilkynni um stærstu kaup mín á þjálfaraferlinum, en ég hef gengið frá samningum við Ásgeir Sigurvinsson, Eyjapeyja," segir Eyjólfur Sverrisson, þjálfari "landsliðsins".

„Ég býst við miklu af Ásgeiri. Hann er einn okkar sterkasti leikmaður fyrr og síðar og ég minni á að í Þýskalandi gekk hann undir nafninu "der Zauber", eða töframaðurinn. Mögulega tekur hann með sér sprotann, kanínurnar og hattinn og verður með show í hálfleik".

Ásgeir, sem ekki hefur leikið í efstu deild á Íslandi síðan rétt eftir síðasta þorskastríðið, er fullur bjartsýni og tilhlökkunar.

„Fyrst og síðast er gaman að taka þátt í þessu verkefni og ég hlakka mikið til að leika legghlífalaus og flengja einn eða tvo langa. Ég á von á að fá eitthvað að spila í mínum fyrsta leik - en auðvitað er ekki hægt að lofa neinum sæti í liðinu og ég verð bara að sýna hvað ég get á æfingum. En mér hefur verið mjög vel tekið, andinn er góður og það er hugur í mér," segir töframaðurinn úr Eyjum, Ásgeir Sigurvinsson.

„Þessi gluggi er erfiður og styttist í lok hans og því er það með mikilli ánægju sem við tilkynnum að við erum búnir að semja við einn þann albesta. Guðjohnsen sjálfan. Hann hefur spilað með mörgum stórliðum erlendis og verið jafnan einn besti leikmaður síns liðs, unnið titla og skorað mörk. Það er auðvitað svolítið síðan hann spilaði síðast, en hann er enn með töfra í skónum. Hann þarf bara að finna skóna," segir Rúnar Kristinsson. „Með því að fá hann til liðs við okkur erum við að fá meiri reynslu í liðið og ákveðin þunga í sóknina."

Gudjohnsen hlakkar til að taka þátt í þessum ágóðaleik og segist vonast til að sjá sem flesta. „Ég finn skóna, engar áhyggjur af því - ég treysti því að ég fái að koma inn á og taka eins og eitt innkast allavega," segir Arnór Guðjohnsen.

Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 0706694129).

Landsliðið:
Þjálfari - Eyjólfur Sverrisson
Búningastjóri - Lúðvík Jónsson
Liðsstjóri - Óskar Hrafn Þorvaldsson
Sjúkraþjálfari - Stefán Örn Pétursson

Jörundur Kristinsson
54 leikir í B deild

Birkir Kristinsson
316 leikir í efstu deild - 74 A landsleikir

Gunnar Sigurðsson
131 leikir í efstu deild

Arnar Már Arnþórsson
219 ELO stig

Matthías Sigvaldason
22 leikir í efstu deild

Veigur Sveinsson
10 leikir í bikarkeppni KSÍ

Óli Ingi Skúlason (c)
259 leikir í atvinnumennsku - 36 A landsleikir

Eyjólfur Sverrisson
307 leikir í efstu deild Þýskalands - 0 leikir í efstu deild á Íslandi

Jón Steindór Þorsteinsson
Stjórnað 287 leikjur sem þjálfari

Arnar Grétarsson
149 leikir í efstu deild - 71 A landsleikur

Sindri Bjarnason
55 leikir í efstu deild

Sigurður Ágústsson
Engin leikur í efstu deild - Sigur á Dolmatov í hraðskák 2001

Hörður Már Magnússon
135 leikir í efstu deild

Pétur Arason
112 ELO stig

Þorsteinn Sveinsson
36 leikir í efstu deild

Gunnar Oddsson
291 leikur í efstu deild - 3 A landsleikir

Pressuliðið:
Þjálfari - Rúnar Kristinsson
Búningastjóri - Sigurður Þórðarson
Liðsstjóri - Nökkvi Sveinsson
Sjúkraþjálfari - Róbert Magnússon

Hjörvar Hafliðason
6 leikir í A liði yngri flokka, 112 leikir í B liði.

Kristján Finnbogason
268 leikir í efstu deild - 20 A landsleikur

Brynjar Björn Gunnarsson
74 A landsleikir

Þormóður Egilsson
239 leikir í Efstu deild - 8 A landsleikir

Guðni Bergsson (c)
80 A landsleikir

Reynir Leósson
201 leikir í efstu deild

Rúnar Kristinsson
104 A landsleikir

Ingi Sigurðsson
205 leikir í efstu deild

Bjarnólfur Lárusson
165 leikir í efstu deild

Lúðvík Bergvinson
38 leikir í efstu deild

Sigurvin Ólafsson
135 leikir í efstu deild - 7 A landsleikir

Hilmar Björnsson
185 leikir í efstu deild - 3 A landsleikir

Þorsteinn Guðjónsson
53 leikir í efstu deild - 4 A landsleikir

Willum Þór Þórsson
2 samþykkt frumvörp á Alþingi

Viðburðurinn á Facebook
Athugasemdir
banner
banner
banner