Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. desember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Arsenal aðvaraðir eftir að hafa fengið sér hlátursgas
 Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að áminna leikmenn eftir að myndband af þeim birtist að innbyrða hlátursgas.

Um er að ræða myndband sem The Sun birti í dag en þar sjást leikmenn eins og Mesut Özil, Pierre-Emerick Aubameyang, Alexandre Lacazette og Matteo Guendouzi vera að innbyrða hlátursgas.

Myndbandið var tekið í sumar en leikmenn Arsenal skelltu sér þá út á lífið.

„Leikmennirnir sem um ræðir verða minntir á ábyrgina sem fylgir því að vera fulltrúar félagsins," sagði talsmaður Arsenal.

Raheem Sterling og Kyle Walker, leikmenn Manchester City, hafa áður verið skammaðir fyrir að nota hlátursgas.
Athugasemdir
banner
banner
banner