Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 07. desember 2018 12:09
Elvar Geir Magnússon
Lukaku: Ætla að vera fyrsti afríski þjálfarinn sem slær í gegn
Lukaku á Laugardalsvelli.
Lukaku á Laugardalsvelli.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku stefnir á að verða „fyrsti afríski þjálfarinn" sem slær í gegn þegar hann leggur skóna á hilluna.

„Í sannleika sagt vil ég vera fyrsti afríski þjálfarinn sem nýtur alvöru velgengni. Í Belgíu er ég enn Afríkumaður," segir Lukaku.

„Ég vil opna dyrnar fyrir mitt fólk."

Meðan á HM stóð í sumar sagði Lukaku að hann væri kallaður Belgi í heimalandinu þegar hann spilaði vel en belgískur sóknarmaður ættaður frá Kongó þegar hann spilaði illa.

Lukaku hefur átt erfitt tímail en vonast til að mæta aftur í byrjunarlið Manchester United þegar liðið fær Fulham í heimsókn á morgun.
Athugasemdir
banner