banner
   fös 07. desember 2018 10:59
Magnús Már Einarsson
Mourinho vill engar afsakanir: Við þurfum stig
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill að liðið komist aftur á sigurbraut eftir fjóra leiki í röð án sigurs. Mourinho var ánægður með sína menn að jafna tvisvar gegn Arsenal í leik liðanna á miðvikudaginn.

„Þetta eru sérstakir leikmenn sérstakan karakter. Til að gefa nokkur dæmi get ég nefnt [Ander] Herrera og [Marcus] Rashford. Þeir eru þannig leikmenn að þrátt fyrir að þeir eigi ekki stórkostlegan leik þá eru þeir alltaf með vilja, ástríðu og kraft til staðar," sagði Mourinho á fréttamannafundi í dag.

Manchester United er í áttunda sæti fyrir leikinn gegn Fulham á morgun.

„Ég vil hins vegar frekar tala um að liðið hafi rétt hugarfar. Við þurfum að reyna að koma því inn í þennan leik. Ég veit að það eru einungis tveir dagar frá síðasta leik og þetta verður ekki auðvelt."

„Ég vil hins vegar engar afsakanir. Ég sat hér fyrir nokkrum vikum og talaði um desember mánuð og engin töp. Það er ennþá raunveruleikinn. Góður baráttuandi en það er bara einn sigurleikur gegn Young Boys og þrjú jafntefli. Við þurfum stig,"
sagði Mourinho.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner