Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 07. desember 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Pochettino næsti stjóri Manchester United?
Powerade
Á leið á Old Trafford?
Á leið á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Fabio Borini er orðaður við Newcastle.
Fabio Borini er orðaður við Newcastle.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt heitasta slúðrið í dag. Kíkjum á það!



Manchester United er tilbúið að greiða allt að 40 milljónir punda til að fá Mauricio Pochettino stjóra Tottenham í stjórstólinn á Old Trafford. (Sun)

Zack Steffen (23) landsliðsmarkvörður Bandaríkjanna fer til Manchester City frá Columbus Crew á sex milljónir punda í janúar. Zack verður lánaður beint frá City til Girona á Spáni. (Goal)

West Ham vill fá Antonio Valencia (33) frá Manchester United næsta sumar. (Sun)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, vill fá Miguel Almiron (24) framherja Atlanta United. Almiron gæti komið á láni út tímabilið með möguleika á kaupum síðar á 15 milljónir punda. (Mirror)

Denis Suarez (24) miðjumaður Barceona vill fara frá félaginu til að fá spiltíma. Chelsea og AC Milan hafa áhuga. (Star)

Frank Lampard, stjóri Derby, hefur staðfest að Liverpool geti kallað Harry Wilson til baka úr láni í janúar. (Talksport)

Newcastle er að skoða Fabio Borini (27) framherja AC Milan og gæti boðið í hann í janúar. (Sunderland Echo)

Danny Rose, vinstri bakvörður Tottenham, segir að það sé ekki lengur heiður að spila á Wembley. Aldrei hafa mætt jafn fáir á leik hjá Tottenham á Wembley og gegn Southampton í vikunni. (Evening Standard)

Wolves vill fá miðjumanninn Alex Pritchard (25) frá Huddersfield á 15 milljónir punda í janúar. (Sun)

Steve Bruce verður væntanlega næsti stjóri Reading eftir að Paul Clement var rekinn í gær. (Express and Star)

Jack Grealish (23) miðjumaður Aston Villa segir að það hafi ekkert truflað sig þegar félagaskipti til Tottenham duttu upp fyrir í sumar. (Sky Sports)

Stuðningsmannahópur Manchester United er ánægður með að félagið ætli að gera miklar breytingar í Stretford End stúkunni til að skapa betri stemningu á leikjum. (Manchester Evening News)

Jesse Lingard segir að það hafi tekið sinn toll á þessu tímabili hversu langt og strangt HM var með enska landsliðinu. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner