Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 07. desember 2018 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Tevez klár í slaginn: Ekki jafn mikil pressa á River Plate
Carlos Tevez
Carlos Tevez
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez, leikmaður Boca Juniors í Argentínu, er klár í síðari úrslitaleikinn í Suður-Ameríkubikarnum gegn River Plate en hann fer fram á Santiago Bernabeu í Madríd á sunnudag.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í sturlaðri stemningu en árás stuðningsmanna River Plate á rútu Boca Juniors varð til þess að það þurfti að færa leikinn til Spánar.

Táragasi var kastað í gegnum rúðurnar á rútu Boca Juniors og meiddust tveir leikmenn liðsins auk þess sem aðrir fengu sýkingu í augun.

Fyrst var hafnað þeirri hugmynd að fresta leiknum á El Monumental-leikvanginum en að lokum var honum frestað áður en leikurinn var færður á Santiago Bernabeu.

Tevez telur að það henti River Plate betur að spila utan Argentínu.

„Það er miklu meiri pressa á River Plate þegar þeir spila heima en núna verður þetta 50-50 leikur. Það er oft erfiðara að spila á heimavelli í úrslitaleikjunum í þessari keppni," sagði Tevez.

„Ég vil þakka Spánverjum. Þeir hafa alltaf boðið okkur velkomna og við erum þakklátir að leikurinn fer fram þar frekar en í öðru landi en það er líka sorglegt að við gátum ekki spilað hann í Argentínu," sagði Tevez í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner