Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. desember 2021 14:20
Elvar Geir Magnússon
Starfsmaður KSÍ tilkynnti Guðna um ofbeldi gegn tengdadóttur
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: ÍSÍ
Úttektarnefnd ÍSÍ hefur nú lokið störfum en hún var sett saman til að gera úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands.

Nefndin hélt fréttamannafund í dag en hana skipa Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur.

Kjartan sagði frá því á fréttamannafundi að nefndin hefði rætt við um fimmtíu aðila, suma oftar en einu sinni.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, hafi veitt villandi upplýsingar í viðtölum við fjölmiðla í ágúst.

Hann var þá með á borði tilkynningu frá starfsmanni KSÍ um alvarlegt kynferðisofbeldi gagnvart tengdadóttur starfsmannsins. Málflutningur Guðna hafi einnig stangast á við eldri tilkynningu um kæru á hendur öðrum leikmanni vegna ofbeldis.

Að öðru leyti telur nefndin ekki hægt að fullyrða að fyrir hendi séu atvik í formannstíð Guðna sem beri sérstök einkenni þöggunar og nauðgunarmenningar.

Í skýrslunni segir að vitneskja hafi verið innan KSÍ um alls fjórar frásagnir um að leikmenn eða aðrir sem starfa fyrir KSÍ hafi beitt kynbundnu eða kynferðislegu ofbeldi. Nefndin telur að KSÍ hafi brugðist við í þremur þessara mála.

KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi reglur sem hún geti sett sér varðandi það hvaða leikmenn komi til greina í landslið en verði að fylgja lögum og reglum landsins varðandi meðferð upplýsinga um möguleg brot landsliðsmanna.

Þá gerir Úttektarnefndin athugasemd við að Geir Þorsteinsson, þáverandi formaður KSÍ, hafi árið 2016 leitað til almannatengils í kjölfar þess að hann frétti af því að lögregla hafi verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi.

Sagði upp störfum eftir meira en tvo áratugi hjá sambandinu
Umræddur starfsmaður, sem tilkynnti Guðna Bergssyni um kynferðisbrotið alvarlega, sagði upp störfum hjá KSÍ eftir að vinna úttektarnefndarinnar hófst eftir að hafa starfað í meira en tvo áratugi hjá sambandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner