Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag tjáir sig um Ronaldo í fyrsta sinn eftir viðskilnaðinn
Ten Hag og Ronaldo.
Ten Hag og Ronaldo.
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um viðskilnað félagsins við portúgölsku ofurstjörnuna Cristiano Ronaldo.

Samningi Ronaldo við Man Utd var rift á dögunum eftir að hann fór í eldfimt viðtal við Piers Morgan. Í viðtalinu gagnrýndi hann meðal annars Ten Hag en þeir náðu ekki sérlega vel saman.

„Hann segir í fjölmiðlum að hann vilji koma til móts við mig og að honum líki vel við mig bla, bla, bla. Það er bara fyrir fjölmiðla. 100 prósent. Ef þú berð ekki virðingu fyrir mér þá mun ég aldrei bera virðingu fyrir þér," sagði Ronaldo um Ten Hag.

Man Utd er núna í æfingaferð á Spáni en þar tjáði sig Ten Hag í fyrsta sinn um Ronaldo eftir viðskilnað Portúgalans við félagið.

„Hann er farinn en það er fortíðin. Núna lítum við til framtíðar," segir Ten Hag.

Annars vildi hann ekki mikið segja þar sem hann er að einbeita sér að liðinu og seinni hluta tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner