þri 08. janúar 2019 20:18
Elvar Geir Magnússon
Doha
Afþakkaði landsliðssæti því hann vill ekki fara til Katar
Icelandair
Úr stúkunni í kappleik í Katar.
Úr stúkunni í kappleik í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnland vann 1-0 sigur gegn Svíþjóð í vináttulandsleik í Katar í dag. Liðin eru hér í æfingabúðum, rétt eins og íslenska landsliðið.

Riku Riski, framherji HJK í Helsinki, átti að vera í finnska hópnum en hann hafnaði landsliðsvalinu þar sem hann neitaði að ferðast til Katar.

Riski segist vera mótfallinn þeim mannréttindabrotum sem hafa átt sér stað í Katar en vondur aðbúnaður illra launaðra farandverkamanna hefur verið mikið til umræðu eftir að Katar var valið til að halda HM 2022.

„Ákvörðun mín fékk skilning þó þjálfarinn og framkvæmdastjórinn hafi ekki verið sammála henni. Ég stend við mína ákvörðun. Ég vildi ekki fara til Katar," segir Riski.

Þjálfari Finna, Markku Kanerva, segist virða ákvörðun Riski en segir að hún geti þó klárlega haft neikvæð áhrif á möguleika hans á að vera valinn í leiki gegn Ítalíu og Armeníu í undankeppni EM.

„Þetta eru mikilvægar æfingabúðir. Hérna geta leikmenn komið sér í dyragættina fyrir undankeppni EM," segir Kanerva.

Riski er 29 ára og hefur leikið 26 landsleiki fyrir Finna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner