Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. janúar 2021 21:27
Aksentije Milisic
Þýskaland: Mögnuð endurkoma Gladbach gegn Bayern - Þrjú mörk á fjórtán mínútum
Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Borussia M. 3 - 2 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('21 , víti)
0-2 Leon Goretzka ('26 )
1-2 Jonas Hofmann ('35 )
2-2 Jonas Hofmann ('45 )
3-2 Florian Neuhaus ('49 )

Einn leikur var á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en þá mættust Borussia Mönchengladbach og meistararnir í Bayern Munchen.

Eftir 26. mínútna leik litu hlutirnir vel út fyrir gestina. Robert Lewandowski skoraði enn eina ferðina en í kvöld gerði hann það úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Leon Goretzka
eftir undirbúning frá Leroy Sane.

Heimamönnum tókst hins vegar að jafna metin fyrir hlé og um það sáu þeir Jonas Hofmann og Lars Stindl. Hofmann skoraði bæði mörkin eftir undirbúning frá Stindl og það síðara kom í uppbótartíma í fyrri hálfleik.

Síðari hálfeikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar heimamenn náðu forystuni. Florian Neuhaus skoraði þá eftir sendingu frá Hofmann og Mönchengladbach því með hreint magnaða endurkomu gegn sterku liði Bayern.

Mönchengladbach þraukaði allt til enda og því ótrúlegur sigur staðreynd en heimamenn skoruðu þrjú mörk á fjórtán mínútna kafla.

Bayern er enn í efsta sæti deildarinnar, tímabundið í hið minnsta. Mönchengladbach er í því sjöunda.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 29 25 4 0 74 19 +55 79
2 Bayern 29 20 3 6 82 36 +46 63
3 Stuttgart 29 20 3 6 67 34 +33 63
4 RB Leipzig 29 17 5 7 67 33 +34 56
5 Dortmund 29 16 8 5 57 34 +23 56
6 Eintracht Frankfurt 29 10 12 7 43 39 +4 42
7 Augsburg 29 10 9 10 47 46 +1 39
8 Freiburg 29 11 6 12 41 52 -11 39
9 Hoffenheim 29 10 6 13 49 57 -8 36
10 Heidenheim 29 8 10 11 42 50 -8 34
11 Gladbach 29 7 10 12 50 56 -6 31
12 Werder 29 8 7 14 36 49 -13 31
13 Union Berlin 29 8 5 16 25 45 -20 29
14 Wolfsburg 29 7 7 15 34 50 -16 28
15 Bochum 29 5 12 12 34 59 -25 27
16 Mainz 29 5 11 13 30 47 -17 26
17 Köln 29 4 10 15 23 51 -28 22
18 Darmstadt 29 2 8 19 28 72 -44 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner