Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. janúar 2022 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Kristján kallaður inn fyrir Gumma Tóta - „Fannst ég eiga að vera þarna"
Icelandair
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson hefur verið kallaður inn í A-landsliðshópinn en hann leysir Guðmund Þórarinsson af hólmi.

Landsliðið mætir Úganda og Suður-Kóreu í æfingaleikjum í vikunni. Leikirnir fara fram í Tyrklandi. Fyrri leikurinn gegn Úganda þann 12. janúar og seinni gegn Suður-Kóreu 15. janúar.

Davíð Kristján hefur leikið tvo A-landsleiki og hafa þeir báðir verið í janúarverkefnum, vináttuleikir gegn Eistlandi 2019 og Kanada 2020.

Davíð hefur leikið þrjú tímabil með Álasundi en er nú á leið til Kalmar í Svíþjóð.

Hann var í viðtali við Fótbolta.net í gær og sagði frá því að hann hafi verið svekktur að vera ekki valinn í landsliðshópinn upphaflega.

„Mér fannst ég vera búinn að spila vel, en auðvitað stjórna ég því ekki. Mér fannst ég eiga að vera þarna. Ég verð bara að halda áfram að spila vel og vonandi kemur þetta."
Davíð á leiðinni til Kalmar - „Kominn tími á næsta skref á ferlinum"
Athugasemdir
banner