Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 08. janúar 2022 18:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallagher og Olise urðu fyrir aðkasti - „Engin þolinmæði fyrir mismunun"
Mynd: EPA
Milwall sem leikur í Championship deildinni á Englandi fékk Crystal Palace í heimsókn í FA Bikarnum í dag.

Palace vann með tveimur mörkum gegn engu en Michael Olise skoraði fyrra markið eftir sendingu frá Conor Gallagher. Olise lagði síðan upp sigurmarkið.

Stuðningsmenn Milwall létu öllum illum látum, þá beindist það sérstaklega að Gallagher og Olise.

Stuðningsmennirnir sungu hómófóbíska söngva um Gallagher og svo var flösku kastað í Olise. Milwall harmar þessa hegðun og mun banna þá fyrir lífstíð frá vellinum sem verða fundnir sekir.

Blysum var einnig kastað inná völlinn í kjölfarið á sigurmarkinu.

„Millwall Football Club hefur enga þolinmæði fyrir mismunun að neinu tagi. Við munum rannsaka þetta en stefna félagsins segir til um að sá sem er fundinn sekur um fordóma af einhverju tagi er settur í lífstíðarbann," segir í yfirlýsingu sem Millwall gaf frá sér.

Leikmenn Crystal Palace 'tóku hné' fyrir leikinn til að mótmæla kynþáttafordómum en stuðningsmenn Millwall bauluðu á meðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner