Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 08. janúar 2022 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guðný kom inná í tapi í úrslitaleik Ofurbikarsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan tapaði gegn Juventus í úrslitaleik Ofurbikarsins á Ítalíu í dag.

Guðný Árnadóttir byrjaði á bekknum hjá Milan en hún kom inná sem varamaður þegar skammt var eftir af leiknum.

Milan er 11 stigum á eftir toppliði Juventus í 5. sæti í deildinni sem hefst aftur um næstu helgi eftir jólafrí.

Andri Lucas Guðjohnsen kom ekkert við sögu í 3-1 sigri Real Madrid B gegn Andorra. Liðið er í hörku baráttu um að komast í umspil um sæti í næst efstu deild.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Nimes sem vann 2-1 sigur á Dijon. Staðan var 2-0 í hálfleik en Theo Sainte-Luce leikmaður Nimes fékk rautt spjald undir lok hálfleiksins.

Það þýddi að stjóri liðsins tók þá ákvörðun að taka Elías útaf fyrir varnarmann í hléinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner