banner
   lau 08. febrúar 2020 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti vill ekki sjá Liverpool vinna titilinn á Goodison
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, er ekki hrifinn af því að nágrannar þeirra í Liverpool eigi möguleika á því að vinna titilinn er liðin eigast við á Goodison Park í næsta mánuði.

Liverpool er með 22 stiga forystu á toppnum og ef liðið heldur áfram á sigurbraut þá gæti nágrannaslagurinn á Goodison Park verið mikilvægur.

Ancelotti var spurður út í þennan möguleika er hann ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Crystal Palace en hann vonast þó til þess að þetta verði ekki að veruleika.

„Liverpool er auðvitað líklegast til að vinna deildina en vonandi gerist það ekki á Goodison Park. Það eru fullt af öðrum góðum leikvöngum. Af hverju Goodison?" sagði Ancelotti og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner