Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. febrúar 2020 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale að minnsta kosti hjá Real Madrid í tvö ár í viðbót
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, segir að Valesverjinn verði að minnsta kosti í tvö ár í viðbót hjá Real Madrid.

Hinn þrítugi Bale var mikið orðaður við endurkomu til Tottenham í janúarglugganum.

Bale er samningsbundinn Real Madrid til 2022 og umboðsmaðurinn segir að leikmaðurinn muni heiðra samninginn.

„Hann verður að minnsta kosti þar í tvö ár til viðbótar. Það er ekkert til að hafa áhyggjur af," sagði Barnett við Cuatro. Hann bætti við: „Hann er mjög ánægður með lífið og allt er í góðu lagi."

Barnett segir að Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, og Bale eigi í góðu sambandi.

Bale var í stúkunni þegar Real Madrid tapaði gegn Real Sociedad í spænska bikarnum á fimmtudag. Hann fór snemma heim.

Hinn þrítugi Bale sló í gegn hjá Tottenham áður en Real Madrid keypti hann á 85 milljónir punda árið 2013. Hann varð þá dýrasti leikmaður sögunnar, en er það ekki lengur. Hann hefur á þessu tímabili komið við sögu í 12 deildarleikjum í spænsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner