lau 08. febrúar 2020 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Ben Foster: Mariappa var ekki að reyna að skora sjálfsmark
Mynd: Getty Images
Ben Foster, markvörður Watford, finnur til með Adrian Mariappa, varnarmanni liðsins, eftir 1-1 jafnteflið gegn Brighton.

Watford var 1-0 yfir þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum en þá kom Mariappa boltanum í eigið net á einhvern ótrúlegan hátt.

Foster fann til með Mariappa en Watford varðist vel í leiknum og varnarmaðurinn því eflaust í sárum eftir markið.

„Auðvitað voru þetta vonbrigði með það hvernig við fengum þetta mark á okkur. Maps (Adrian Mariappa) reyndi ekki að skora í eigið net en svona er fótboltinn. Þetta fellur ekki alltaf með manni," sagði Foster.

„Við ákváðum að falla til baka og þetta var svolítið lýsandi dæmi yfir það hvernig tímabilið hefur verið hjá okkur. Við reyndum að verja sigurinn og héldum að við myndum ná að halda þetta út en Brighton sótti á okkur allan leikinn en ef þeir hefðu ekki fengið þetta sjálfsmark þá hefðum við unnið," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner