lau 08. febrúar 2020 14:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Everton upp fyrir Arsenal og Man Utd
Dominic Calvert-Lewin gulltryggði sigur Everton
Dominic Calvert-Lewin gulltryggði sigur Everton
Mynd: Getty Images
Everton 3 - 1 Crystal Palace
1-0 Bernard ('18 )
1-1 Christian Benteke ('51 )
2-1 Richarlison ('58 )
3-1 Dominic Calvert-Lewin ('88 )

Carlo Ancelotti og lærisveinar hans í Everton unnu Crystal Palace 3-0 í fyrsta leik 26. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag en liðin mættust á Goodison Park.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton en honum var skipt af velli á 86. mínútu og var Mason Holgate settur inn í hans stað. Gylfi átti stórkostlegt færi í leiknum er hann náði að sóla sig í gegnum nokkra leikmenn Palace áður en hann sparkaði boltanum í átt að þaknetinu en Guaita varði á ótrúlegan hát.

Everton byrjaði leikinn af krafti og skoraði brasilíski vængmaðurinn Bernard strax á 18. mínútu eftir glæsilega fyrirgjöf frá Theo Walcott.

Palace var ekki að finna taktinn í leiknum en á 51. mínútu tókst liðinu hins vegar að jafna. Christian Benteke gerði það eftir frábæra stungusendingu frá Wilfried Zaha. Benteke fékk boltann rétt fyrir utan teig. Skotið hans fór beint á Pickford en enski markvörðurinn náði ekki að koma í veg fyrir að boltinn endaði í netinu.

Everton náði hins vegar að svara fljótlega eftir það með marki frá Richarlison. Það var svekkjandi fyrir Palace í ljósi þess að liðið átti skot í stöng stuttu áður.

Undir lokin kláraði Dominic Calvert-Lewin svo dæmið eftir hornspyrnu og 3-1 sigur Everton staðreynd. Everton er í 7 .sæti deildarinnar með 36 stig og fer upp fyrir bæði Arsenal og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner