Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 08. febrúar 2020 19:27
Brynjar Ingi Erluson
England: Mariappa skúrkurinn í jafntefli gegn Brighton
Adrian Mariappa hefur átt betri daga í Watford-treyjunni
Adrian Mariappa hefur átt betri daga í Watford-treyjunni
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Watford
0-1 Abdoulaye Doucoure ('19 )
1-1 Adrian Mariappa ('78 , sjálfsmark)

Brighton og Watford gerðu 1-1 jafntefli í 26. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en jöfnunarmark Brighton kom tólf mínútum fyrir leikslok.

Abdoualeya Doucoure kom Watford yfir á 19. mínútu leiksins með góðu skoti en þetta var fyrsta marktækifæri Watford í leiknum.

Það leit út fyrir að Watford myndi sigla þessu heim en Adrian Mariappa, varnarmaður liðsins, hélt nú ekki. Það kom fyrirgjöf frá Brighton inn í teig og Mariappa var ekki með mikla pressu á sér en á undarlegan hátt tókst honum að þruma boltanum í eigið net.

Lokatölur 1-1 og Watford að tapa mikilvægum stigum í botnbaráttunni. Watford er með 24 stig í næst neðsta sæti en Brighton í 15. sæti með 27 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner