Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Felix segir Liverpool kannski erfiðasta liðið
Joao Felix.
Joao Felix.
Mynd: Getty Images
Joao Felix, leikmaður Atletico Madrid, segir að Liverpool sé erfiðasta liðið í Meistaradeildinni. Atletico mun etja kappi við Liverpool í 16-liða úrslitum keppninnar.

Liverpool, sem er á toppnum í Englandi, er ríkjandi sigurvegari Meistaradeildarinnar. Liðið er með 22 stiga forskot á toppnum - magnað.

„Þetta verður mjög erfitt einvígi," sagði Felix við Eleven Sports. „Af öllum liðunum, þá eru þeir kannski erfiðasta liðið."

„Liverpool er í góðu formi, að spila frábærlega, þeir eru ríkjandi meistarar og þetta verður mjög erfitt, eins og allir leikir í Meistaradeildinni. Gegn Liverpool, sem er að spila mjög vel, þá verður þetta enn erfiðara."

Felix, sem er tvítugur, var keyptur á 113 milljónir punda frá Benfica til Atletico síðasta sumar. Hann hefur ekki alveg staðið undir verðmiðanum hingað til. Hann hefur skorað fjögur mörk í 23 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner