Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 08. febrúar 2020 11:24
Brynjar Ingi Erluson
Ighalo fer ekki til Spánar - Harðar reglur vegna kóróna-veirunnar
Odion Ighalo verður í Manchester
Odion Ighalo verður í Manchester
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur ákveðið að skilja Odion Ighalo eftir í Manchester á meðan aðalliðið fer í æfingabúðir á Marbella á Spáni.

Nígeríski framherjinn gekk til liðs við United frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua á láni undir lok gluggans.

Ole Gunnar Solskjær og lærisveinar hans eru á leið í æfingabúðir á Marbella en Ighalo fer ekki með.

Félagið vill ekki standa í veseni á flugvellinum vegna reglna um kórónaveiruna og ljóst að Ighalo yrði í basli með að komast aftur heim til Bretlandseyja úr æfingaferðinni og var því ákveðið að skilja hann eftir í Manchester.

Hann vinnur nú að því að koma sér í form en hann hefur meðal annars æft aukalega með Ólympíuförum Bretlands í taekwondo síðustu daga.

Kórónaveiran hefur verið afar skæð í Kína en 724 eru látnir og talið er að allt að 34 þúsund manns hafi smitast af henni.
Athugasemdir
banner
banner
banner