lau 08. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjarnafæðismótið: Kormákur/Hvöt á KA-velli
Mynd: Aðalsteinn Tryggvason
Kormákur/Hvöt 2 - 1 KA 3
1-0 Jóhann Daði Gíslason ('57)
2-0 Emil Óli Pétursson ('63)
2-1 Gunnar Berg Stefánsson ('90)

Kormákur/Hvöt vann sinn annan sigur í B-deild Kjarnafæðismótsins í gær. Liðið hafði betur gegn KA 3 á KA-velli.

Ekki var skorað í fyrri hálfleiknum, en snemma í þeim seinni gekk Kormákur/Hvöt á lagið með tveimur mörkum. Jóhann Daði Gíslason skoraði á 57. mínútu og bætti Emil Óli Pétursson við öðru marki stuttu síðar.

Gunnar Berg Stefánsson minnkaði muninn fyrir KA-menn í uppbótartíma þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu. Lokatölur 2-1 fyrir Kormák/Hvöt á Akureyri.

Í B-deild Kjarnafæðismótsins er Kormákur/Hvöt í þriðja sæti með sex stig eftir fjóra leiki. KA 3 er með fjögur stig eftir að hafa spilað alla fimm leiki sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner