Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. febrúar 2020 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður Dijon meiddist - Rúnar Alex fékk tækifærið
Rúnar Alex kom inná í hálfleik
Rúnar Alex kom inná í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fékk langþráð tækifærið í frönsku deildinni er hann spilaði síðari hálfleikinn í 3-3 jafntefli Dijon gegn Nantes í dag.

Senegalski markvörðurinn Alfred Gomis hefur verið aðalmarkvörður í deildinni síðustu mánuði en hann meiddist í fyrri hálfleik í dag og þurfti að fara af velli í hálfleik.

Rúnar hefur verið að spila bikarleiki Dijon auk þess sem hann skipti leikjunum með Gomis í byrjun tímabils.

Hann kom inná í stöðunni 2-2 en Dijon skoraði undir lok leiks og þá náði Nantes að svara í sömu mynt.

Dijon er í 17. sæti frönsku deildarinnar með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner