Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. febrúar 2020 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Ögmundur hélt hreinu - Böddi Löpp spilaði í tapi
Ögmundur hélt hreinu í dag
Ögmundur hélt hreinu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrir Íslendingar voru á ferðinni í Evrópuboltanum í dag en Ögmundur Kristinsson hélt hreinu er AE Larissa gerði markalaust jafntefli gegn Lamia í grísku úrvalsdeildinni.

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn hefur verið öflugur með Larissa á þessari leiktíð og er þetta sjötti deildarleikurinn sem hann heldur hreinu.

Larissa er í 9. sæti deildarinnar með 26 stig.

Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende sem tapaði fyrir Royal Mouscron, 3-1, í belgísku úrvalsdeildinni. Oostende er í 14. sæti með 21 stig.

Böðvar Böðvarsson var þá allan tímann í vörn Jagiellonia Bialystok er liðið tapaði 3-0 gegn Wisla Krakow.

Þá kom Andri Rúnar Bjarnason inná sem varamaður á 75. mínútu er Kaiserslautern gerði 1-1 jafntefli við Preussen Munster í þýsku C-deildinni. Kaiserslautern er í 12. sæti deildarinnar með 31 stig og aðeins níu stig í þriðja sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner