Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. febrúar 2020 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Rose: Mourinho gaf mér ekki tækifæri
Danny Rose
Danny Rose
Mynd: Getty Images
Enski bakvörðurinn Danny Rose var lánaður frá Tottenham Hotspur til Newcastle United í janúarglugganum en hann hefur opnað sig um skiptin og bendir hann þar á Jose Mourinho, stjóra Tottenham.

Rose átti fast sæti í byrjunarliði Tottenham áður en Mauricio Pochettino var látinn taka poka sinn í nóvember en Mourinho tók við af honum.

Eftir að Mourinho tók við hefur Rose fengið fá tækifæri í deildinni og var hann að lokum lánaður til Newcastle út þetta tímabil.

Rose opnaði sig um skiptin en hann segir að Mourinho hafi aldrei gefið honum tækifæri á að sanna sig.

„Mér líður eins og ég hafi ekki fengið jafn mörg tækifæri og aðrir í varnarlínunni. Ég vildi spila fyrir hann en ég vissi það eftir mánuð með Mourinho að ég væri ekki að fara að spila. Það er erfitt að mæta á æfinga og vita til þess að maður er ekki að fara að spila," sagði Rose.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner