Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 08. febrúar 2020 20:13
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Florenzi sá rautt í tapi gegn Getafe
Jorge Molina skoraði tvö mörk fyrir Getafe
Jorge Molina skoraði tvö mörk fyrir Getafe
Mynd: Getty Images
Getafe vann öflugan 3-0 sigur á Valencia í spænsku deildinni í dag en þrír leikir voru á dagskrá fyrri part dags.

Jorge Molina skoraði tvö fyrir Getafe gegn Valencia áður en Alessandro Florenzi, sem var lánaður frá Roma til Valencia á dögunum, fékk að líta rauða spjaldið á 78. mínútu.

Jaime Mata skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins á 87. mínútu og öruggur sigur Getafe í höfn en liðið er í 3. sæti með 42 stig, aðeins sjö stigum á eftir toppliði Real Madrid. Levante vann á meðan Leganes 2-0. Ruben Rochina og Roger Marti skoruðu með átta mínútna millibili.

Real Valladolid og Villarreal gerðu þá 1-1 jafntefli. Ruben Alcaraz kom Valladolid yfir en Gerard Moreno jafnaði metin í byrjun síðari hálfleiks.

Úrslit og markaskorarar:

Getafe 3 - 0 Valencia
1-0 Jorge Molina ('58 )
2-0 Jorge Molina ('67 )
3-0 Jaime Mata ('87 )
Rautt spjald: Alessandro Florenzi, Valencia ('78)

Levante 2 - 0 Leganes
1-0 Ruben Rochina ('20 )
2-0 Roger Marti ('28 )

Valladolid 1 - 1 Villarreal
1-0 Ruben Alcaraz ('15 )
1-1 Gerard Moreno ('54 )
Athugasemdir
banner
banner
banner