Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. febrúar 2020 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Haaland tókst ekki að skora í dramatísku tapi
Lars Bender horfir á boltann hafna í netinu
Lars Bender horfir á boltann hafna í netinu
Mynd: Getty Images
Bayer 4 - 3 Borussia D.
1-0 Kevin Volland ('20 )
1-1 Mats Hummels ('22 )
1-2 Emre Can ('33 )
2-2 Kevin Volland ('43 )
2-3 Raphael Guerreiro ('65 )
3-3 Leon Bailey ('81 )
4-3 Lars Bender ('82 )

Dramatískum leik var að ljúka í þýsku deildinni en Bayer Leverkusen vann Borussia Dortmund 4-3. Leverkusen skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins.

Norska ungstirnið Erling Haaland var í byrjunarliði Dortmund en hann hafði skorað i öllum leikjum sínum með liðinu fram að leiknum í kvöld. Það var því ansi fréttnæmt þegar hann komst ekki á blað í sjö marka leik.

Kevin Volland kom heimamönnum yfir á 20. mínútu leiksins en hann fékk stungusendingu inn fyrir vörnina og skoraði örugglega áður en Mats Hummels jafnaði metin. Emre Can kom Dortmund þá yfir á 33. mínútu með ótrúlegu marki fyrir utan teig. Volland jafnaði metin fyrir Leverkusen undir lok fyrri hálfleiks og skildu liðin jöfn þegar gengið var til búningsherbergja.

Portúgalski leikmaðurinn Raphael Guerreiro kom Dortmund aftur yfir á 65. mínútu og skoraði Jadon Sancho svo stuttu síðar en markið var dæmt af þar sem Julian Brandt var brotlegur í aðdragandanum. Það var hins vegar Leverkusen sem stal sigrinum með tveimur mörkum á tveimur mínútum á 81. og 82. mínútu frá þeim Leon Bailey og Lars Bender.

Leverkusen er í 5. sæti með 37 stig en Dortmund er með 39 stig í 3. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner