Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. febrúar 2020 10:41
Brynjar Ingi Erluson
Traore til Barcelona - Coutinho aftur til Liverpool
Powerade
Adama Traore gæti farið aftur til Spánar
Adama Traore gæti farið aftur til Spánar
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakkanum á þessum fína laugardegi en hér fyrir neðan má sjá það allra helsta í dag.

Chelsea er á eftir argentínska framherjanum Lautaro Martinez og þá hefur félagið einnig áhuga á Moussa Dembele, framherja Lyon, en félagið ætlar að gera atlögu að þeim í sumar. (Evening Standard)

Spænska félagið Barcelona hefur mikinn áhuga á því að fá Adama Traore aftur til félagsins frá Wolves. (Daily Mail)

Barcelona gæti þá ákveðið að hleypa Philippe Coutinho aftur til Liverpool og þá á tombóluverði eða 67 milljónir punda. Börsungar keyptu hann á ríflega 140 milljónir punda í janúar árið 2018. (Mundo Deportivo)

Borussia Dortmund ætlar ekki að flýta sér að selja Jadon Sancho frá félaginu í ljósi þess að verðmiðinn á honum gæti hækkað vegna Evrópumótsins í sumar. (90min)

Manchester United er líklegast til að vinna kapphlaupið um Kalidou Koulibaly, varnarmann Napoli. (Daily Star)

Odion Ighalo, framherji Manchester United, hefur þá verið að taka aukaæfingar til að koma sér í form en hann hefur æft með taekwondo liði Bretlands síðustu daga. (Telegraph)

Liverpool mun ekki bjóða Adam Lallana nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út í sumar. (Echo)

Arsenal og Leicester eru að berjast um Said Benrahma (24), leikmann Brentford í ensku B-deildinni. (Sun)

David Moyes, stjóri West Ham, er hræddur um að félagið missi Declan Rice í sumar en mörg stórlið á Englandi hafa sýnt honum áhuga síðasta árið. (Guardian)

Emereson Palmieri, leikmaður Chelsea, er efstur á innkaupalista Juventus í sumar. (Inside Futbol)

Tottenham Hotspur er að fylgjast með Rafa Camacho, leikmanni Sporting, en hann gekk til liðs við Sporting frá Liverpool á síðasta ári. (Express)

Barcelona reynir þá að komast að samkomulagi við Real Sociedad um kaup á brasilíska framherjanum Willian Jose. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner