Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. mars 2020 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Björg: Ótrúlega skrýtin staða að vera í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sókarmaður AC Milan, er lokuð inni í Lombardy-héraðinu á Ítalíu út af útbreiðslu kórónaveirunnar.

Berglind er á láni hjá AC Milan frá Breiðabliki. Hún gat ekki tekið þátt á æfingamótinu á Pinatar á Spáni með landsliðinu þar sem hún komst ekki frá Ítalíu í ljósi kórónuveirunnar sem hefur greinst í landinu.

Berglind tjáir sig um stöðuna í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hún segist í fyrsta sinn vera með innilokunarkennd.

„Eins og flestir vita þá bý ég á Lombardy svæðinu á Ítalíu sem var lokað í gærkvöldi útaf kórónuveirunni. Komandi frá Íslandi og Vestmannaeyjum, þá er ég í fyrsta skipti með innilokunarkennd. Sextán milljónir íbúa lokaðir inni og ekkert hægt að fara," skrifar Berglind.

„Það eru ótrúlega margir búnir að senda mér skilaboð og tjékka stöðuna á mér sem ég er mjög þakklát fyrir. Við leikmennirnir hjá AC Milan höfum lítið fengið að tjá okkur um þetta mál og allir þeir fréttamenn sem hafa haft samband við mig fá lítið sem ekkert upp úr mér, þannig ég fékk leyfi til þess að skrifa smá hérna."

„Ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum og er góð. Þetta er ótrúlega skýtin staða að vera í. Við fáum skýr skilaboð á hverjum degi hvað má og hvað má ekki. Varðandi landsliðið, þá var það hundleiðinlegt," segir Berglind.

Færsluna má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner