Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 08. mars 2020 15:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Draumadagur Chelsea gegn lélegu Everton liði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea 4 - 0 Everton
1-0 Mason Mount ('14 )
2-0 Pedro ('21 )
3-0 Willian ('51 )
4-0 Olivier Giroud ('54 )

Chelsea mætti Everton í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Skemmst er frá því að segja að um einstefnu var að ræða í dag.

Jordan Pickford var búinn að verja glæsilega áður en Mason Mount kom Chelsea yfir eftir frábæra sókn og huggulegan snúning. Mount tók við boltanum inn í teig, sneri sér og þrumaði á nærstöngina, glæsilegt mark.

Pedro bætti við öðru marki Chelsea á 21. mínútu en Dominic Calvert-Lewin fékk svo dauðafæri fyrir Everton en tókst ekki að skora. Staðan 2-0 í hálfleik. Willian og Olivier Giroud gerðu svo út um leikinn með sitthvoru markinu snemma í seinni hálfleik. Chelsea var allan tíman með völdin í þessum leik og átti mun fleiri marktilraunir en gestirnir.

Slíkir voru yfirburðirnir að Frank Lampard gat leyft sér að ljúka leik með þrjá átján ára leikmenn inn á vellinum. Billy Gilmour var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn. Armando Broja og Faustino Anjorin komu inn á sem varamenn í seinni halfleik.

Chelsea styrkir með þessum sigri stöðu sína í deildinni en liðið er í 4. sætinu, tveimur stigum frá Leicester í því þriðja og fimm stigum fyrir ofan Wolves í því fimmta. Manchester United getur þó minnkað forskot Chelsea niður í þrjú stig sigri liðið Manchester City í leik sem hefst klukkan 16:30.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner