sun 08. mars 2020 18:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefur Gylfa 3 - „Leikmaður sem Everton þurfti að fá eitthvað frá"
Ekki góður dagur hjá Gylfa, eins og hjá öðrum leikmönnum Everton.
Ekki góður dagur hjá Gylfa, eins og hjá öðrum leikmönnum Everton.
Mynd: Getty Images
Adam Jones, fréttaritari um Everton, fyrir Liverpool Echo útdeildir ekki háum einkunnum til leikmanna Everton í 4-0 tapinu gegn Chelsea í dag.

Hæstu einkunn fær markvörðurinn Jordan Pickford. Hann fær 6 í einkunn. Lægsta einkunn sem Jones gefur er 3 og þá einkunn fá nokkrir leikmenn - þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson.

Íslenski landsliðsmaðurinn hreif svo sannarlega ekki Jones með frammistöðu sinni.

„Leikmaður sem Everton þurfti virkilega að fá eitthvað frá. Sigurdsson snerti varla boltann í fyrri hálfleik og svo komust hann og Holgate ekki nægilega nálægt Giroud í fjórða markinu," skrifar Jones um Gylfa. Einkunnagjöfin er í heild sinni hérna.

Gylfi hefur ekki átt sérstakt tímabil með Everton og hefur hann aðeins skorað eitt mark í 26 deildarleikjum á tímabilinu.

Sjá einnig:
Einkunnir Chelsea og Everton: Gilmour bestur
Athugasemdir
banner
banner
banner