Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 08. mars 2020 19:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola segir sitt lið hafa spilað vel
Guardiola hughreystir varnarmanninn Nicolas Otamendi.
Guardiola hughreystir varnarmanninn Nicolas Otamendi.
Mynd: Getty Images
Í viðtölum við bæði BBC og Sky Sports sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, að sitt lið hefði spilað vel í 2-0 tapinu gegn Manchester United.

„Við spiluðum góðan leik, það vantaði aðeins upp á þegar á síðasta þriðjunginn var komið. Við vorum mikið betri í síðari hálfleik og þetta var góð frammistaða," sagði Guardiola við BBC.

„Þeir biðu og spiluðu löngum boltum fram á Daniel James og Anthony Martial. Við spiluðum okkar leik, en því miður fengum við á okkur mark. Þeir biðu eftir okkar mistökum."

Í viðtali við Sky sagði spænski knattspyrnustjórinn: „Við spiluðum vel. Við hefðum átt að forðast að fá á okkur mark, en við spiluðum líka vel í síðari hálfleik. Hamingjuóskir til Manchester United."

Ederson, markvörður Man City, gerði mistök í báðum mörkum. „Hann varði líka einu sinni eða tvisvar. Hann er stórkostlegur markvörður, mistök eru hluti af leiknum."

Man City var mikið meira með boltann í leiknum, en Man Utd átti 12 marktilraunir gegn sjö tilraunum City.

City er í öðru sæti deildarinnar, en Liverpool er tveimur sigrum frá því að vinna titilinn.

Sjá einnig:
Pep aldrei tapað fleiri deildarleikjum á einu tímabili
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner