Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. mars 2020 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hverjum er um að kenna hjá Tottenham?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur verið í miklum meiðslavandræðum. Markahæstu leikmenn liðsins, Harry Kane og Son Heung-min hafa verið frá og mögulegt að þeir komi ekki aftur fyrir lok tímabils.

Spurs hefur ekki unnið frá því að Son meiddist. Liðið hefur tapað gegn Leipzig, Chelsea, Wolves, Norwich og gert jafnefli við Burnley. Hverjum er um að kenna um stöðu framherjamála hjá félaginu? Er það Jose Mourinho sem tók við seint á síðasta ári en hefði mögulega getað keypt í janúar? Er það Mauricio Pochettino sem var stjóri liðsins en var látinn fara? Eða er það Daniel Levy stjórnarformaður félagsins.

DailyMail velti þessum steinum eftir skelfilegt gengi Tottenam að undanförnu. Mourinho fær 3/10 í skammareinkunn fyrir stöðuna í framherjamálum. Mourinho hóf ekki tímabilið sem stjóri félagsins en hann keypti leikmenn í janúar en fékk engan framherja.

Pochettino hafði verið stjóri Spurs til margra ára en hann keypti enga varaskeifu fyrir Harry Kane eftir að hafa misst Fernando Llorente eftir síðustu leiktíð. Pochettino fær 5/10 í einkunn þegar rætt er um hverjum er um að kenna.

Stjórnin fær 8/10 í einkunn. Spurs hefur ekki viljað kaupa dýra leikmenn undanfarin áratug eða svo ef síðasta sumar er undanskilið. Pochettino fór í gegnum nokkra félagaskiptaglugga án þess að hrista upp í leikmannahópnum og var ástæðan bygging nýs leikvangs.

Spurs gat ekki boðið Sadio Mane viðunandi laun og Sergio Aguero var einnig í boði á sínum tíma. Paulo Dybala fékk ekki að koma og félagið þurfti að selja Dimitar Berbatov og Robbie Keane á sínum tíma. Í lengri tíma núna hefur félagið verið nálægt botni deildarinnar þegar kemur að því að eyða peningum í leikmenn. Árið 2018 varð félagið það fyrsta í sögu deildarinnar til að kaupa ekki einn einasta leikmann í sumarglugganum.

Í gegnum tíðina hefur það verið sama stjórnin sem stýrir þessu og fær hún því mesta skömmina í uppgjöri Mail. Stuðningsmenn Spurs eru farnir að syngja: 'Oh, what a night, watching Tottenham on a Wednesday night, we've got no strikers because the chairman's..." vísan verður ekki kláruð en gleðin með stjórnina er ekki mikil.

Hér má lesa grein DailyMail í heild sinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner