Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 08. mars 2020 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítölsku leikmannasamtökin undirbúa verkfall
Mynd: Getty Images
Samkvæmt heimildum Football.Italia hefur orðið þróun á gangi mála á Ítalíu.

Fyrst í morgun var leik Parma og Spal frestað um 75 mínútur og nú þegar fara leikir fram fyrir luktum dyrum.

Skömmu fyrir klukkan tvö kom tilkynning frá leikmannasamtökunum á Ítalíu. Þar er vilji til þess að fara í verkfall strax í dag.

Í færslu Football.Italia kemur fram að vegna þess að leikur Parma og Spal sé enn í gangi og þá voru viðureignir Milan og Genoa annars vegar og Sampdoria og Verona hins vegar að hefjast - þá sé ólíklegt að verkfall verði niðurstaða í dag.

Leikirnir hjá í Milan og Sampdoria eru hafnir þegar þetta er skrifað. Á Ítalíu er talað um að á þriðjudag verði haldinn neyðarfundur þar sem kórónaveiran verður rædd og ákvörðun með framhaldið tekin.

Uppfært 14:20:
Verkfallsaðgerðirnar sem Football.Italia sögðu frá eru einungis drög að ályktun um verkfallsaðgerðir. Gögnunum var lekið. Leikir eru nú þegar í fullum gangi og svo er stórleikur í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner