Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 08. mars 2020 16:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: ÍBV á toppinn eftir sigur á Vestra
Telmo Castanheira skoraði eitt marka Eyjamanna.
Telmo Castanheira skoraði eitt marka Eyjamanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 3 - 2 Vestra
0-1 Vladimir Tufegdzic
1-1 Tómas Bent Magnússon
2-1 Telmo Castanheira
3-1 Jose Sito
3-2 Vladimir Tufegdzic

ÍBV mætti í dag Vestra á Domusnova vellinum í Breiðholti. Leikið var í A-deild Lengjubikarsins, riðli 4.

Vladimir Tufegdzic kom Vestra yfir en hann gekk í raðir félagsins eftir síðasta tímabil. Tómas Bent Magnússon, leikmaður fæddur 2002, jafnaði leikinn á 29. mínútu.

Telmo Castanheira og Jose Sito komu ÍBV í 3-1 áður en Vladimir Tufegdzic minnkaði muninn. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik.

ÍBV hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sinum og er á toppi riðils 4. Vestri er með sex stig í 5. sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner