Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. mars 2020 11:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann fagnar með því að borða gras" - Vandræðaleg fáfræði
Mynd: Twitter
Gary Lineker, sjónvarpsmaður hjá BBC og BT Sport, er gífurlega vinsæll hjá knattspyrnuunnendum á Englandi. Lineker var á sínum tíma framherji Barcelona, Tottenham, Everton og Leicester ásamt enska landsliðinu.

Lineker sagði frá því á dögunum hver mestu mistök hans sem sjónvarpsmaður væru. Lineker segir frá sögu þar sem hann starfaði fyrir Al Jazeera.

„Það versta sem ég hef lent í og ég hugsaði: Hvað ertu búinn að gera? Gerðist þegar ég vann fyrir katarska sjónvarpsstöð," sagði Lineker í viðtali við Mail.

„Ég var að vinna fyrir þá í London og við fjölluðum um Meistaradeildina. Sumum leikjum var lýst en sumt var óséð efni og það eina sem ég vissi í þetta skiptið var nafn markaskorarans og ég átti að lýsa þessu í beinni."

„Við skiptum yfir á þennan leik og þarna voru tvö lið sem enginn þekkti. Þessi maður skoraði og myndin sem sást var hann með hausinn þétt við grasið."

„Það sem ég sagði: Hann fagnar með því að borða gras!".

„Nokkrir hlógu en einhver sagði við mig: Er hann ekki að biðja? Hann er múslimi. Á leiðinni heim hugsaði hvernig gat ég sýnt svona fáfræði. Þetta er trú mannsins og hann gerir þetta reglulega. Þetta mál varð stórt í Katar og ég þurfti að biðjast afsökunar en þetta voru í alvörunni mistök,"
sagði Lineker að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner